Heyrðu mig hvísla <br><small><i>Mons Kallentoft</i></small></p>

Heyrðu mig hvísla
Mons Kallentoft

3.499 kr
3.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Tim Blanck er kominn aftur til Palma þar sem sextán ára gömul dóttir hans hvarf á heitu ágústkvöldi fyrir fimm árum. Hann hélt að hann vissi hver örlög hennar hefðu orðið, en nýjar upplýsingar setja strik í reikninginn. Gæti hún hugsanlega verið á lífi?

Örvæntingarfull leit hans beinir honum inn í óhugnanlegan heim mansals. Eftir því sem hann hverfur dýpra inn í miskunnarlausan heim mansalsins finnst honum eins og hann sé orðinn að peði í miklu stærri leik. En hann er reiðubúinn að fórna öllu til að finna dóttur sína. 

Áhrifamikil spennusaga sem lætur engan ósnortinn.

Verðlaunahöfundurinn Mons Kallentoft er best þekktur fyrir vinsælar bækur sínar um lögregluforingjann Malin Fors. Heyrðu mig hvísla er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Sjáðu mig falla. Báðar bækurnar hafa fengið frábærar viðtökur víða um lönd.

Jón Þ. Þór íslenskaði.

„Kallentoft brillerar í þessari bók með sínu fíngerða og ljóðræna tungutaki.“ – DAST

„Fimm af fimm hjörtum!“ – Bokens betyg

„Algjör smellur! Besta bók Kallentofts.“ – Bokpratan

Sjáðu mig falla og Heyrðu mig hvísla eru óneitanlega meistaraverk Kallentofts, magnum opus. Ekki hika við að lesa þær báðar í einu, það er áhrifaríkast.“ – BG, Tidningen Kulturvinden

„Spennandi, grípur mann alveg og vel skrifuð.“ – Jennys boklista

Kilja – 392 bls.

Útgáfuár: 2021