Helkuldi <br><small><i> Viveca Sten </i></small></p>

Helkuldi
Viveca Sten

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.299 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.299 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

MORÐIN Í ÅRE

Frosið lík finnst í einni skíðalyftunni í Åre. Ýmislegt bendir til morðs og jafnvel að fleiri morð séu í vændum. Stormur er í aðsigi og lögreglan má engan tíma missa við lausn morðgátunnar. Hve mörg verða fórnarlömbin áður en sannleikurinn lítur dagsins ljós?

Tvíeykið Daníel Lindskog og Hanna Ahlender rannsakar málið. Daníel er lögregluvarðstjóri í Åre. Hann var að að eignast sitt fyrsta barn með skíðakennaranum Ídu. Hanna er hins vegar nýflutt til Åre eftir að hafa misst bæði kærastann og vinnuna í Stokkhólmi.

Helkuldi er fyrsta bókin í nýrri glæpaseríu eftir metsöluhöfundinn Vivecu Sten, höfund hinna frábæru Sandhamn-bóka sem notið hafa mikilla vinsælda á Íslandi. Nýja serían heitir Morðin Åre og gerist í ægifögru skíða- og útivistarsvæði í Jamtalandi í Svíþjóð.

Elín Guðmundsdóttir þýddi.

Rétt eins og í Sandhamn-seríunni sýnir Sten hér hæfileika sína í að tvinna saman spennu og persónusögu. Leitin að morðingjanum er æsispennandi en ekki er síður athyglisvert að fylgjast með hversdagslífi aðalsöguhetjanna.“ – Göteborgsposten

„Sagan rennur frábærlega, lýsingarnar á fjallalandslaginu eru yndislegar og ég get ekki lagt bókina frá mér ...“– Aftonbladet Söndag

„Þetta er fyrsta bókin í Morðin í Åre-seríunni. Og þvílík bók! Vel skrifuð, persónusköpunin mögnuð, landslagslýsingarnar stórkostlegar og spennan hrikaleg ...“–  annebannesbokhylla

Kilja – 464 bls.

Útgáfuár: 2022