Heiðríkja <br><small><i> Ann Cleeves</i></small></p>

Heiðríkja
Ann Cleeves

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. En á brúðkaupsnóttinni hverfur ein úr hópnum, Eleanor, eins og hún hafi gufað upp. Áður en hún hvarf hafði Eleanor sagt að hún hefði séð draug barns á staðnum þar sem það drukknaði fyrir mörgum árum. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð?

Mögnuð spennusaga um togstreituna milli gamalla hefða og nútímans og áhrifin sem skuggar fortíðar geta haft í samtímanum.

Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

Snjólaug Bragadóttir þýddi.

Kilja – 400 bls.

Útgáfuár: 2022