Sandhamn í vetrarbúningi — og stórhríðin bylur. Óttaslegin kona kemur til eyjunnar með síðustu ferjunni á aðfangadag. Á öðrum degi jóla finnst lík á ströndinni við Siglingahótelið. Á meðan lögregluforinginn Thomas Andreasson rannsakar málið finnst annað lík.
Æskuvinkona Thomasar, Nóra Linde, glímir við vandamál sem stofnar heiðri hennar sem lögfræðings í hættu. Hún neyðist til að taka ákvörðun sem breytir lífi hennar.
Áhrifamikil spennusaga um brostnar vonir, bældar minningar og dulda skömm.
Hættuspiler sjötta bókin í hinni geysivinsælu Sandhamn-seríu þar sem lögfræðingurinn Nóra Linde og rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Andreasson taka höndum saman við lausn glæpamáls. Sandhamn-bækurnar hafa selst í meira en þremur milljónum eintaka og eru nú gefnar út í tuttugu og fimm löndum.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
„... spennandi frá upphafi til enda. Bók sem þú getur ekki lagt frá þér.“ – Byggnadsarbetaren
„Viveca Sten kann að fanga athygli lesandans ... Meðal allra bestu sænsku glæpasagnahöfundanna.“ – Norran
„Ég elska Vivecu Sten!“ – Dagens Nyheter
Kilja – 365 bls.
Útgáfuár: 2016