Glerstofan<br><small><i>Ann Cleeves</i></small></p>

Glerstofan
Ann Cleeves

3.999 kr
3.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Þegar ung kona, sem er nágranni lögregluforingjans Veru Stanhope, hverfur skyndilega, rennur henni blóðið til skyldunnar að komast því hvað hefur gerst. Auðvelt reynist að rekja slóð konunnar til Rithöfundasetursins í sveitinni þar sem upprennandi glæpasagnahöfundar hafa komið saman. Málin vandast þegar komið er að konunni með hníf í hendi eftir líkfund. Þegar annað lík kemur í leitirnar finnst Veru eins og hún sé stödd í miðri glæpasögu og að höfundurinn sé að hafa hana að háði og spotti.

Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves um Veru Stanhope njóta mikilla vinsælda, ekki síst eftir gerð velheppnaðra sjónvarpsþátta sem m.a. hafa verið sýndir hér á landi. Þetta er þriðja bókin um Veru sem kemur út á íslensku.

Þórdís Bachmann þýddi.

„Mjög snjöll og sannfærandi ráðgáta.“ – S. J. Bolton

„Ef þú heillast af sjónvarpsþáttunum, þá áttu von á góðu, því að bækurnar eru ekki aðeins öðruvísi heldur betri.“ – Leicester Mercury

„Mjög áhugaverð skáldsaga með skarplegum athugasemdum um glæpasagnaskrif.“ – Literary Review

„Ann Cleeves er fimur sögumaður sem kann að halda athygli lesandans ... Vald hennar á tungunni og hugvitssamleg tækni hennar við að segja sögu gera hana að einum allra snjallasta og hæfileikaríkasta rithöfundi glæpasagna.“ – Sunday Telegraph

Kilja – 399 bls.

Útgáfuár: 2018