Glerhús <br><small><i>Louise Penny</i></small></p>

Glerhús
Louise Penny

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Þegar dularfull kuflklædd vera birtist í þorpinu Three Pines í Kanada einn kaldan nóvemberdag eru þorsbúar í fyrstu forvitnir. En síðan verða þeir varir um sig. Veran er ískyggileg ásýndum. Lögregluforingjanum Armand Gamache finnst ógn stafa af henni. En hann getur ekkert að gert. Svo hverfur veran fyrirvaralaust á brott að næturlagi. Stuttu síðar finnst lík.

Mörgum mánuðum seinna hefjast réttarhöld í júlíhitanum í Montréal. Þá þarf Gamache yfirlögregluþjónn að horfast í augu við ákvarðanir sínar hina nöpru nóvemberdaga. Það er ekki aðeins sakborningurinn sem er fyrir rétti heldur líka samviska Gamache ... 

Bækur kanadíska skáldsagnahöfundarins Louise Penny um lögregluforingjann Armand Gamache hafa farið sigurför um heiminn. Bækurnar hafa ekki aðeins setið í efstu sætum metsölulista heldur er höfundurinn margverðlaunaður fyrir þær.

Friðrika Benónýsdóttir þýddi.

„Þú vilt ekki að þessi bók endi ... Það þarf taugar og hæfileika til að skrifa sakamálasögu í þessum gæðaflokki.“ – The Washington Post

„Framúrskarandi ... Glerhús er frábær að öllu leyti, textinn fágaður, fléttan margslungin ...“ – The Seattle Times

„Ein allra besta bók Pennys. Frá fyrstu blaðsíðu sogast lesandinn inn í bókina ... ég gat ekki hætt að lesa. Þetta er fullkomin helgarlesning í fríinu.“ – The Globe and Mail

Kilja – 500 bls.

Útgáfuár: 2020