Frosin sönnunargögn <br><small><i>Nina von Staffeldt</i></small></p>

Frosin sönnunargögn
Nina von Staffeldt

3.499 kr
3.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Í sama mund og fyrstu ferðamenn sumarsins koma til bæjarins Sisimiut á vesturströnd Grænlands brýst þar út dularfullur faraldur. Fjölmiðlar greina frá tveimur dauðsföllum og yfirvöld óttast geigvænlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna.

Sika Haslund er nýkomin aftur til Grænlands eftir langa búsetu í Danmörku. Margt er henni framandi í landinu sem hún yfirgaf ung að aldri. En í nýju starfi hennar í ferðabransanum felst meðal annars að huga að orsökum faraldursins. Hún tekur höndum saman með blaðamanninum Þormóði Gíslasyni og saman uppgötva þau ískyggilega forsögu faraldursins ...

Frosin sönnunargögn er fyrsta bókin í flokki glæpasagna sem gerast á Grænlandi eftir danska rithöfundinn Ninu von Staffeldt.

Eiríkur Brynjólfsson og Lára Sigurðardóttir þýddu.

„Velskrifuð bók sem vaknar til lífsins með hjartnæmum lýsingum á Grænlandi, raunsæi, lágróma stíl og uggvænlegum söguþræði.“ – Politiken

„Dásamleg glæpasaga – ekki síst fyrir alla þá sem hafa tekið ástfóstri við Grænland.“ – bibliotek.dk

Besta glæpasagna-frumraun ársins!
Verðlaun Det Danske Kriminalakademis 2016

Kilja – 272 bls.

Útgáfuár: 2021