
Þessi ljóð eru ort af ungum manni handa ungu fólki, um það að vera ungur og kunna að slæpast og mega vera að því að þjást ... Og flugurnar hafa sveimað með æ háværara suði fram á þennan dag, ungt fólk hefur lesið þessa bók og hrifist af beittum smámyndum Jóns. – Úr eftirmála
Ljóðbókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er nú endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns fyrir utan Flugur.
Guðmundur Andri Thorsson annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála.
Jón Thoroddsen (1898–1925) lést í umferðarslysi í Kaupmannahöfn áður en hann varð þrítugur. Eftirmæli um hann sýna að miklar vonir voru bundnar við hann, ekki síst sem hugsanlegan leiðtoga íslenskra jafnaðarmanna en Jón togaðist milli áforma um að helga sig stjórnmálum eða skáldskap.
Innb. – 156 bls.
Útgáfuár: 2025