Fimmta árstíðin<br><small><i>Mons Kallentoft</i></small></p>

Fimmta árstíðin
Mons Kallentoft

Translation missing: is.products.product.regular_price
3.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
3.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Hvað er svo hræðilegt að sá sem upplifir það getur ekki talað um það?

Snemma vors gengur ung barnafjölskylda fram á illa útleikið lík af konu í skóginum við Linköping í Svíþjóð. Líkamsleifarnar bera það með sér að konan hefur verið pyntuð.

Rannsóknarlögreglukonan Malin Fors tengir líkfundinn undir eins við óleyst nokkurra ára gamalt mál sem henni er hugstætt. Þá hafði ungri konu, Maríu Murvall, verið nauðgað og misþyrmt svo hrottalega í sama skógi að hún sturlaðist og hafði ekki mælt orð af vörum síðan. Af tilviljun kemst Malin í kynni við sálfræðing sem þekkir til fleiri mála af svipuðum toga — og skyndilega virðast örlög Maríu Murvall aðeins vera hluti af mun stærri ráðgátu.

Mons Kallentoft er einn af þekktustu höfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögreglukonu í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda. Fimmta árstíðiner fjórða bókin um Malin Fors en hinar fjórar — Sumardauðinn, Haustfórn,  Vetrarblóðog Vorlík— hafa selst í meira en einni milljón eintaka og verið þýddar á 24 tungumál.

Jón Þ. Þór þýddi.

„Gleymdu Stieg Larsson. Kallentoft er betri!“ – ICA-KURIREN

„Kallentoft skrifar svo vel að margir af kollegum hans líta út eins og viðvaningar.“ – AFTONBLADET

„Einhver kallaði Kallentoft konung sænsku glæpasögunnar um þessar mundir. Það eru engar ýkjur.“ – ÖSTRAN

Kilja – 462 bls.

Útgáfuár: 2016