Daglegt líf í Norður-Kóreu
2. útgáfa með nýjum eftirmála
Norður-Kórea hefur löngum verið eitt einangraðasta land í heimi, lokað frá umheiminum af grimmilegri harðstjórn. Í þessari mögnuðu verðlaunabók fléttast saman frásagnir sex flóttamanna frá Chongjin, þriðju stærstu borg Norður-Kóreu. Frásagnir af ólýsanlegum hryllingi, ofbeldi og kúgun, hungri og óréttlæti, samviskubiti þeirra sem komust undan og lifðu af, þrautseigju og lífsvilja þeirra sem neituðu að gefast upp — en umfram allt af daglega lífinu í landi sem hingað til hefur verið sveipað leyndarhjúpi.
Barbara Demick stýrir Kína-skrifstofu bandaríska stórblaðsins Los Angeles Times. Þessi bók hennar hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á fjölda tungumála. Hún kemur nú út í annarri útgáfu á íslensku með nýjum eftirmála.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
BBC Samuel Johnson-verðlaunin 2010
„Mjög hjartnæm og átakanleg bók.“ – The Wall Street Journal
„Framúrskarandi.“ – The New York Times
Kilja – 350 bls.
Útgáfuár: 2013