Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.
Rannsóknin á dauða barnfóstrunnar reynir mjög á lögreguforingjann Jimmy Perez, ekki síst vegna skrykkjótts ástarsambands hans við Willow Reeves, stjóra morðdeildarinnar. Er Perez tilbúinn að takast á við það sem koma skal?
Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda. Eldhiti er áttunda og lokabókin í Shetlands-seríunni.
Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.
„Snjall söguþráður, sterk persónusköpun og meistaralegar landslagslýsingar gera þessa bók að glæsilegum endi á frábærri seríu.“ – Guardian
„A tour de force – snilldarverk.“ – Kirkus Review
„Cleeves er ... hin nýja drottning sakamálasagnanna.“ – Sunday Mirror
Kilja – 408 bls.
Útgáfuár: 2024