Þrúgandi spenna frá fyrstu blaðsíðu.
Á tjaldstæði austur undir Eyjafjöllum hverfur barn af sérlega óhugnanlegum morðvettvangi. Lögreglumennirnir Jónas og Addi eru kallaðir til. Rannsókn lögreglunnar er umfangsmikil. Í ljós kemur að við öfl er að eiga sem svífast einskis jafnvel þótt börn eigi í hlut.
Æsispennandi spennusaga um svik, morð og valdatafl í ofbeldisfullum veruleika á Íslandi.
Drottningin er sjötta spennusaga höfundar og gefur hinum bókum hans ekkert eftir.
Sr. Fritz Már Jörgensson er prestur í þjóðkirkjunni. Fyrri bækur hans eru: 3 dagar í október, Grunnar grafir, Kalt vor, Síbería og Líkið í kirkjugarðinum. Síbería var þýdd á þýsku og gefin út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss.
Kilja – 252 bls.