SÖNN SAKAMÁL 4
Sönn saga um misnotkun, hefnd og sköpun skrímslis
„Ég hef enga löngun til að betrumbæta sjálfan mig. Eina löngun mín er að betrumbæta fólk sem reynir að betrumbæta mig. Og ég trúi því að eina leiðin til að betrumbæta fólk sé að drepa það. Mitt mottó er: Ræna, nauðga og drepa!“ – Carl Panzram
Afbrotaferill Carls Panzram hófst á unga aldri. Ellefu ára gamall var hann dæmdur til tveggja ára vistar á hæli fyrir vandræðabörn. Þar var honum iðulega misþyrmt og nauðgað af starfsmönnum. Fimmtán ára gekk hann í herinn með því að ljúga til um aldur sinn. Þar var hann staðinn að þjófnaði og sendur í herfangelsi. Grimmileg fangavistin fyllti hann af hefndarhug og hefndarþorsta.
Þegar hann slapp úr fangelsi tvítugur að aldri var hann staðráðinn í að ræna, nauðga og drepa eins marga og hann gæti, ekkert skyldi standa í vegi hans.
Dreptu þá alla! er hrollvekjandi og átakanleg lýsing á einu hrottafengnasta og viðurstyggilegasta sakamáli í sögu Bandaríkjanna. Eins og í fyrri bókum skrifar Ryan Green á kraftmikinn og lifandi hátt eins og í bestu spennusögu.
Stella Rúnarsdóttir þýddi.
„Ryan Green er ótrúlegur sagnamaður ... hann segir ekki aðeins söguna eins og hún gerðist heldur gerir lesandann að þátttakanda í henni.“ – Blackbird
* * * * *
„Ég get ekki beðið eftir að lesa meira eftir þennan höfund.“ – amazon.com
Kilja – 174 bls.
Útgáfuár: 2021