Bókasafnarinn<br><small><i> Kristín Bragadóttir</i></small></p>

Bókasafnarinn
Kristín Bragadóttir

7.999 kr
7.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Willard Fiske og Íslandssafn hans

Bandaríkjamaðurinn Willard Fiske hreifst ungur af Íslandi. Hann var ástríðufullur bókasafnari og beindi einkum sjónum sínum að íslenskum ritum.

Hann safnaði jöfnum höndum fornum fágætisverkum, nýútkomnum bókum, blöðum, tímaritum og smáprenti sem gerði safn hans afar sérstakt og viðamikið.

Um tveggja áratuga skeið bjó Fiske í Flórens á Ítalíu en hann hafði á sínum snærum samstarfsmenn, meðal annars unga íslenska námsmenn, á Íslandi, í Kaupmannahöfn og í Kanada við bókasöfnun sína.

Fiske ánafnaði safn sitt Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum þar sem hann var prófessor og bókavörður.

Fiske var einnig áhugamaður um skák og stuðlaði að uppbyggingu skáklistarinnar á Íslandi. Þá sendi hann Íslendingum höfðinglegar gjafir og tók ástfóstri við Grímsey.

Í þessari einstöku menningar- og bóksögu er fjallað ítarlega um söfnun Willards Fiskes, ævi hans, samstarfsmenn og íslenskan bókakost á nítjándu öld, þar á meðal fágæt rit frá fyrri öldum sem Fiske hafði mikið fyrir að eignast.

Kristín Bragadóttir er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Innbundin – 416 bls.

Útgáfuár: 2019