Rétt eftir miðnætti stöðvast hin fræga Austurlandahraðlest vegna snjóflóðs. Um morguninn finnst einn af farþegunum myrtur í klefa sínum. Tólf hnífsstungur eru á líkama hans. Hercule Poirot er meðal farþega lestarinnar. Hann veit að morðinginn er um borð. En enginn virðist hafa haft ástæðu til að fremja glæpinn — og klefi hins myrta var læstur að innanverðu.
Morðið í Austurlandahraðlestinni er ein frægasta saga Agöthu Christie, drottningar sakamálasögunnar, og kemur nú út í nýrri þýðingu.
Jakob F. Ásgeirsson þýddi.
„Agatha Christie er ódauðleg.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
„Hvað meira ... getur glæpasagnafíkill farið fram á?“ – The New York Times
„... litlu gráu sellurnar leysa rétt einu sinni það sem virðist óleysanlegt ... Agatha Christie heldur lesendum sínum ofurspenntum allt til enda.“ – Times Literary Supplement
Kilja – 232 bls.
Útgáfuár: 2015