Betri maður <br><small><i>Louise Penny</i></small></p>

Betri maður
Louise Penny

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur faðir að máli við lögregluforingjann Armand Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að sinna en samúð hans með manninum verður til þess að hann fer að huga að málinu.

Áður en langt um líður finnst lík – og faðir fórnarlambsins fyllist sjálfur af drápshug. Gamache er líka faðir og sú spurning fer að ásækja hann hvað hann sjálfur myndi gera ef morðingi barnsins hans gengi laus.

Bækur kanadíska skáldsagnahöfundarins Louise Penny um lögregluforingjann Armand Gamache hafa farið sigurför um heiminn. Betri maður er þriðja bókin um Gamache sem komið hefur út á íslensku.

Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði.

„Hugsanlega besta bókin í framúrskarandi og frumlegum sagnabálki.“ – The Wall Street Journal

„Penny heldur spennunni fram á síðustu blaðsíðu.“ – Guardian

„Stórbrotin sería sem ristir djúpt og er á allan hátt óvenjuleg.“ – Washington Post

Kilja – 554 bls.

Útgáfuár: 2023