Allt önnur saga <br><small><i>Stefan Ahnhem</i></small></p>

Allt önnur saga
Stefan Ahnhem

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Frægur áhrifavaldur finnst látinn á einu af fínustu hótelum Stokkhólms. Var um að ræða kaldrifjað morð eða afleiðingar kynlífsleiks sem hafði gengið of langt?

Fyrrverandi samstarfskona Fabians Risk, Malin Rehnberg, sér um rannsókn málsins en nýráðinn yfirmaður hennar beitir hana þrýstingi að einbeita sér heldur að yfirstandandi manssalsrannsókn.

Annað morð flækir málin. Geta verið tengsl á milli fórnarlambanna? Eða eru þessi morð hluti af enn stærra máli? Og hvað með eltihrellinn sem sífellt skýtur upp kollinum við rannsóknina?

Bækur sænska verðlaunahöfundarins Stefans Ahnhems um Fabian Risk þykja með allra bestu glæpasögum síðari ára. Þær eru margverðlaunaðar og hafa selst í milljónum eintaka. Hér er fyrrverandi samstarfskona Fabians úr bókinni Níunda gröfin í aðalhlutverki.

Elín Guðmundsdóttir þýddi.

„Eins og ávallt skrifar Ahnhem með ísköldum hætti um óhugnanleg morðmál ... og hefur óaðfinnanlega stjórn á söguþræðinum.“ – Jyllands-Posten

„Það er sérstakt andrúmsloft í hverri einustu af bókum Stefans Ahnhems ... Í þessari sögu heldur hann okkur á ystu brún í spennu fram á síðustu síðu ...  Hrollvekjandi, spennandi, hrá og grimm.“ – Lesehjornet

„Vel ígrunduð blanda af illkvittni og skörpum samtölum en fyrst og fremst æsileg spenna með snjöllum og óvæntum flækjum ... Mögnuð persónusköpun þar sem dregin er upp trúverðug mynd af hversdagslífi og sérkennum fólks.“ – Sundsvalls Tidning

Kilja – 253 bls.

Útgáfuár: 2023