Adda kemur heim er fjórða bókin í hinum sígilda bókaflokki eftir verðlaunahöfundana Jennu og Hreiðar.
Öddu-bækurnar eru meðal vinsælustu barnabóka sem hafa komið út á Íslandi. Þær eru bráðskemmtilegar aflestrar og skrifaðar á vönduðu máli sem öll börn skilja. Bækurnar eru prýddar teikningum Halldórs Péturssonar.
Adda kemur heim til Íslands eftir að hafa dvalið með fjölskyldu sinni í fjögur ár í Ameríku. Margt hefur breyst en annað er eins og það var. Hún hittir afa og ömmu á ný og alla gömlu vinina sína – Braga, Lísu, Lóu og Manga gamla. Adda er núna komin á fermingaraldurinn.
Innbundin – 96 bls.
Útgáfuár: 2011