Abraham Lincoln <br><small><i>Thorolf Smith</i></small></p>

Abraham Lincoln
Thorolf Smith

Translation missing: is.products.product.regular_price
1.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
1.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Abraham Lincoln er almennt álitinn einn merkasti forseti Bandaríkjanna. Saga hans er saga mikilla örlaga í lífi hins unga lýðveldis í Vesturheimi. Hugsjónir hans og barátta fyrir lýðræði og jafnrétti varða gervallt mannkyn, allar þjóðir á öllum tímum.

Abraham Lincoln hófst úr mikilli fátækt til hinna mestu mannvirðinga með þjóð sinni sakir óvenju sterkrar skaphafnar og skarprar greindar. Hann var manna snjallastur í kappræðum, fyndinn og fundvís á rök — einn af mestu ræðusnillingum enskrar tungu.

Í þessari sígildu ævisögu rekur blaðamaðurinn Thorolf Smith með ljóslifandi hætti viðburðaríka ævi Lincolns, jafnt einkalíf sem opinber störf. Aðdáunarverð framganga þessa drenglynda og heiðvirða stjórnmálaskörungs í blíðu og stríðu — svo og váleg örlög hans — láta engan ósnortinn.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, ritar inngang.

Höfundurinn, Thorolf Smith (1917–1969), var einn fremsti blaða- og útvarpsmaður sinnar tíðar. Hann vann á Alþýðublaðinu, Vísi og fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann skrifaði nokkrar bækur, þ. á m. ævisögur Winstons Churchill og Johns F. Kennedy. Ævisaga hans um Abraham Lincoln kom fyrst út 1958 og er þetta þriðja útgáfa hennar.

Kilja – 350 bls.

Útgáfuár: 2012