Hvað ef maður gæti farið til baka í tíma og breytt gangi sögunnar? Hvað ef vatnaskilin sem maður gæti breytt væri morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna?
Árið 2011 heldur enskukennarinn Jake Epping í ævintýralegan leiðangur með það fyrir augum að koma í veg fyrir morðið á JFK 22. nóvember 1963.
Hann kveður heim tölva og farsíma og hverfur á vit glæsikagga, Elvis Presleys, sveifludans og rótarbjórs.
Í þessum heillandi heimi verður Jake ástfanginn af fallegum skólabókaverði, Sadie – og þegar nær dregur hinum óheillanvænlega degi 22.11.63 verður á vegi hans ógæfusamur einfari að nafni Lee Harvey Oswald ...
Eitt af meistaraverkum konungs sálfræðitryllanna!
Stephen King er höfundur yfir 50 skáldsagna sem allar hafa verið metsölubækur víða um heim. Eftir langt hlé koma bækur hans nú aftur út á íslensku.
Þórdís Bachmann þýddi.
„Sagan rennur áfram með nánast ógnvænlegum hraða ... hélt mér vakandi alla nóttina.“ – Daily Telegraph
„Einstakt meistaraverk.“ – Sun
Ein af tíu bestu bókum ársins – The New York Times Book Review 2011
Glæpasaga ársins – Bókmenntaverðlaun Los Angeles Times 2011
Kilja – 840 bls.
Útgáfuár: 2022