Núllkynslóðin <br><small><i> Stefan Ahnhem</i></small></p>

Núllkynslóðin
Stefan Ahnhem

4.799 kr
4.799 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Síðsumarsnótt eina fer rafmagn skyndilega af stórum hluta Skánar. Fabian Risk og Matilda dóttir hans verða vitni að því úr seglbáti á Eyrarsundi þegar kolniðamyrkur skellur á.

Í Helsingborg hafa Fabian og samstarfsmenn hans verið að rannsaka fjölda einkennilegra mála sem tengjast dularfullu rafmagnsleysi.

En rannsóknirnar ganga hægt og vitni haga sér undarlega. Dag einn hefur gömul kærasta Fabians samband og segir honum að dóttir sín sé horfin. Var henni rænt eða hafði faðir hennar eitthvað með hvarfið að gera? Við leit að stúlkunni fer Fabian að greina mynstur. En hvað er það sem hann sér ekki?

Elín Guðmundsdóttir íslenskaði.

Áratug eftir atburðina í Síðasta naglanum snýr Fabian Risk aftur í einni vinsælustu glæpasagnaseríu samtímans.

Bækur sænska verðlaunahöfundarins Stefan Ahnhem um Fabian Risk þykja með allra bestu glæpasögum síðari ára. Þær eru margverðlaunaðar og hafa selst í milljónum eintaka. Núllkynslóðin er sjöunda bókin í flokknum um Fabian Risk.

„Ahnhem skrifar eins og Guð. ... Ég held ég hafi aldrei lesið síðustu 200–300 blaðsíður í skáldsögu jafn hratt þessa. ... Æsispennandi, trúverðug og ómögulegt að leggja hana frá sér.“ Nettavisen

„Frábær lestrarupplifun! ... Brjálæðislega áhrifamikil og ótrúleg lesning!“ Kapprakt

„Minnir á Mankell þegar hann var upp á sitt besta.“ – Sunday Times

Kilja – 439 bls.

Útgáfuár: 2025