Veldi hinna illu <br><small><i> Anthony Burgess</i></small></p>

Veldi hinna illu
Anthony Burgess

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Í þessari miklu sögulegu skáldsögu segir frá útbreiðslu kristni í Rómaveldi á 1. öld þegar misvitrir og spilltir keisarar á borð við Tíberíus, Calígúla og Neró ríktu. Veldi hinna illu er ein metnaðarfyllsta skáldsaga Anthonys Burgess og býr yfir öllum hans bestu höfundareinkennum: Hún er í senn fyndin og sorgleg, blíð og grimm, raunsæ og heimspekileg – en umfram allt mannleg. Því að þetta er ekki síst saga tveggja elskenda sem ná um síðir saman þótt úr ólíkum menningarheimum komi.

Helgi Ingólfsson þýddi.

„Frábær skemmtun. Keisarar og keisraynjur stungin á hol, hoggin í sundur, byrlað eitur eða myrt á annan hrottalegan hátt og fá forvitnileg afbrigði í kynlífi skilin út undan. Og hvað varðar brunann í Róm, fórnum kristinna manna í gin ljóna eða gripdeildirnar í musterinu í Jerúsalem – hvílíkt tækifæri sem þetta allt saman gefur hinum hamslausa og fjörmikla stíl Burgess að njóta sín til fulls.“ – Sunday Telegraph

Anthony Burgess (1917–1993) var skáldsagnahöfundur, ljóðskáld, leikskáld, ævisagnahöfundur, tónskáld, málvísindamaður, þýðandi og gagnrýnandi. Hann skrifaði á fjórða tug skáldsagna, 25 bækur almenns efnis, tvær endurminningabækur, samdi þrjár sinfóníur og yfir 250 önnur tónverk auk þúsunda ritgerða, greina og bókadóma. Meðal þekktustu skáldsagna hans eru auk Veldis hinna illu, A Clockwork Orange, Earthly Powers og Enderby-bálkurinn.

Kilja – 604bls.

Útgáfuár: 2022