Ungfrú einmana <br><small><i>Nathaniel West</i></small></p>

Ungfrú einmana
Nathaniel West

1.999 kr
1.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

 

Í þessari mögnuðu bók segir frá blaðamanni sem hefur það verk með höndum að svara lesendabréfum frá ástlausu og ráðþrota fólki í dálkinum „Ungfrú Einmana‟ sem birtist daglega í blaði hans. Blaðamaðurinn sogast með harmrænum hætti inn í örvæntingarfullt líf lesenda sinna ― í sama mund og hann sjálfur missir tök á eigin lífi. Hann leitar árangurslaust að tilgangi lífsins og með hverjum degi á hann erfiðara með að bregðast við raunum lesenda sinna. Svört kómedía sem gerist í New York á bannárunum í upphafi kreppunnar miklu.

Nathanael West var einn hæfileikaríkasti og frumlegasti rithöfundur sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. Hann lést aðeins 37 ára í bílslysi.

Ein af áhrifamestu skáldsögum 20. aldar.

„Afburðasnjallt og fágað ritverk.“ – Edmund Wilson

„Tryllingslega fyndinn, hræðilega dapurlegur, grimmur og blíður, ofsafenginn og þolinmóður, það var enginn sem jafnaðist á við Nathanael West.‟ – Dorothy Parker

Atli Magnússon þýddi.

Kilja – 144 bls.

Útgáfuár: 2013