Á fárra áratuga fresti kemur fram hrífandi saga sem snertir hjörtu og sálir lesenda um alla heimsbyggð – sögur eins og Alkemistinn og Litli prinsinn.
Metsölubókin Týnda rósin er í þeim flokki. Hún hefur komið út á yfir 30 tungum og hvarvetna hrifið lesendur.
Þetta er sagan um Díönu, unga konu sem þráir svo heitt viðurkenningu og lof annarra að hún svíkur eigin drauma og gildi. Þegar móðir hennar segir frá því á dánarbeði sínum að Díana eigi tvíburasystur hefst leyndardómsfullt ferðalag – sem leiðir Díönu í undursamlegan rósagarð í Istanbúl ...
Eva María Hilmarsdóttir þýddi.
Innbundin – 280 bls.
Útgáfuár: 2010