Spegillinn í speglinum <br><small><i>Michael Ende</i></small></p>

Spegillinn í speglinum
Michael Ende

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Spegillinn í speglinum er ótrúlegt völundarhús draumsýna. Lesandinn hverfur inn í dularfullan frásagnarheim fullan af furðum og leyndardómum, súrrealískum myndum og heimpekilegum hugmyndum. Hvað speglast í spegli sem speglast í spegli?

Ef tveir lesendur lesa sömu bókina eru þeir samt ekki að lesa það sama. Því báðir sökkva þeir sér ofan í lesturinn – og bókin verður spegill sem lesandinn speglast í. Á sama hátt er lesandinn spegill sem bókin speglast í: Spegillinn í speglinum vísar lesandanum aftur til sjálfs sín.

Bókina prýða teikningar eftir föður höfundar, listmálarann Edgar Ende.

Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir íslenskaði.

Þýski rithöfundurinn Michael Ende (1929–1995) varð frægur á sjöunda áratug síðustu aldar fyrir bækur sínar um „Jim Knopf“ og naut mikilla vinsælda næstu áratugi fyrir fjölbreyttar sögur fyrir börn og fullorðna sem bera vott um óbeislað hugarflug og mannúðlega heimssýn. Sérstakra vinsælda nutu Mómó og Sagan endalausa sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur. Spegillinn í speglinum (Der Spiegel im Spiegel), sem höfundurinn kallaði stundum „Söguna endalausa fyrir fullorðna“, er eitt af síðari verkum Michaels Ende og kom út árið 1984. Bókin þykir magnað listaverk og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

Kilja – 288 bls.

Útgáfuár: 2024