Maríubæn í Bagdad <br><small><I>Sinan Antoon</i></small></p>

Maríubæn í Bagdad
Sinan Antoon

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Maha og eiginmaður hennar flýja af heimili sínu í Bagdad vegna trúabragðaátaka. Gamall frændi hennar, Youssef, skýtur skjólshúsi yfir þau.

Maha þekkir ekki annað en viðskiptabann og stríð. Heimsmynd Youssefs og minningar hans um friðsælt líf og eðlileg samskipti trúarhópa í Írak er henni framandi.

Einstaklega nærfærin saga, skrifuð af listfengi, um kærleika, minningar, sársauka og angist kristinnar fjölskyldu á óvissutímum.

Höfundurinn, Sinan Antoon, er einn af virtustu rithöfundum Araba.

Karl Sigurbjörnsson þýddi.

„Rétt eins og snilldarlegum kvikmyndaleikstjóra tekst Antoon að koma til skila á einum sólarhring nútíma íröskum harmleik ... Þetta er skáldsaga sem tekst á við eldfimt viðfangsefni án þess að slá af listrænum kröfum.“ – Al Jazeera

„Fyrsta skáldsagan sem lýsir harmleik kristinna manna í Írak ... skrifuð á fögru máli.“ – as-Safir

„Dregur upp yfirgripsmikla mynd af Írak, sögu þess, helgimyndafræði og hinum þungbæra veruleika nútíðar ... Antoon er ekki aðeins að verða fulltrúi óánægjuradda í nútíma Írak heldur einnig einn dáðasti rithöfundur Arabaheimsins.“ – Al-Ahram Weekly

Kilja – 232 bls.

Útgáfuár: 2023