Líkamslistamaðurinn <br><small><i> Don DeLillo</i></small></p>

Líkamslistamaðurinn
Don DeLillo

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Líkamslistamaðurinn er ein sérstæðasta skáldsaga bandaríska verðlaunahöfundarins Dons DeLillo. Hún er tólfta skáldsaga hans, næsta bók á eftir rúmlega 800 blaðsíðna epíska stórverkinu Underworld en skrifuð í allt öðrum anda og minnir knappur frásagnarmátinn á Beckett. Í bókinni segir frá listakonunni Lauren sem tekst á við djúpa sorg eftir að eiginmaður hennar styttir sér aldur. Bókinni er stundum lýst sem nútíma draugasögu. Laureen uppgötvar í einu herbergi hússins, þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu búið sér heimili, dularfulla mannveru sem talar með rödd eiginmanns hennar. Hann svarar ekki spurningum hennar en fer með orðréttar setningar úr samtölum sem Laureen hafði átt við mann sinn og virðist með einkennilegum hætti „muna framtíðina“.

— Snilldarlega ofin skáldsaga um ástina, tímann, minnið og þanþol tungumálsins.

Jón P. Ásgeirsson þýddi.

Tilnefning:
James Tait Black Memorial Prize (2001)
International Dublin Literary Award (2003)

Kilja – 160 bls.

Útgáfuár: 2017