Lettinn Pietr <br><small><I>Georges Simenon</i></small></p>

Lettinn Pietr
Georges Simenon

4.499 kr
4.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Lögregluforinginn Maigret fær tilkynningu frá Interpol um að alræmdur svikari, sem gengur undir nafninu Lettinn Pietr, sé á leið til Frakklands. Maigret fær ítarlega lýsingu á útliti hans og ætlar að handtaka hann á lestarstöð við París. En þegar þangað kemur reynast æði margir samsvara lýsingunni á Lettanum Pietr.

Hver er hann í raun og veru? Og hvað vakir fyrir honum í París? 

Í þessari fyrstu bók Simenons í bókaflokknum fræga um Maigret reynir sannarlega á innsæi franska lögregluforingjans við að komast að sannleikanum um hinn dularfulla Lettann Pietr.

Guðmundur J. Guðmundsson íslenskaði.

Belgíski rithöfundurinn Georges Simenon (1903–1989) hóf rithöfundaferil sinn í París um tvítugt. Hann sló í gegn með bókum sínum um Maigret en alls skrifaði hann rúmlega 400 skáldsögur.

„Maigret-bækurnar eru tímalausar rétt eins og París.“ – The Washington Post

„Einn mikilvægasti rithöfundur tuttugustu aldar.“ – Gabriel Garciía Márquez

„Maigret er á sama stalli og Sherlock Holms og Poirot í musteri ódauðlegra leynilögreglumanna í glæpasögum.“ – People

„Frábær ... Einstakur sögumaður.“ – The Observer

„Einn af mestu rithöfundum tuttugustu aldar.“ – Guardian

Kilja – 184 bls.

Útgáfuár: 2025