Klingsor <br><small><i> Torgny Lindgren</i></small></p>

Klingsor
Torgny Lindgren

4.799 kr
4.799 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Þegar ungmennið Klingsor horfir á glasið halla sér frá lóðlínunni gerir hann sér ljóst að allt er lifandi, líka dauðir hlutir.Þar með er ljóst að hann verður ekki bara listamaður heldur listamaður með köllun. 

Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju Torgnys Lindgrens þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Og enn gefst kostur á sagnaheimi þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.

Heimir Pálsson íslenskaði.

Torgny Lindgren var einn mesti stílsnillingur sænskra nútímabókmennta, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og leikskáld. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín og var kjörinn í Sænsku akademíuna. Bækur hans hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. 

Klingsor er fjórða skáldsagan eftir Torgny Lindgren sem Ugla hefur gefið út í öndvegisþýðingum Heimis Pálssonar. Hinar eru: Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés

Torgny Lindgren (1938–2017) var eitt fremsta sagnaskáld Svía, oft nefndur með Söru Lidman og P.O. Enquist sem meginskáld norðlensku sagnahefðarinnar. Margar sögur Lindgrens, stuttar og langar, gerast í Vesturbotni eða innsveitum Vesturbotns, og reyndar kemur hann sjálfur við sögurnar, dulbúinn eða með réttu nafni. 

Fjórar skáldsagnanna mynda heild, að sögn höfundarins: Randafluguhunang, Norrlands Akvavit, Lokasuðan og Biblía Dorés. Þær hafa nú allar komið út á íslensku. Hannes Sigfússon þýddi hina fyrstu, en Heimir Pálsson hinar þrjár ásamt Klingsor

Torgny Lindgren var mikill aðdáandi Halldórs Laxness. Hann hafði Kristnihald undir Jökli í miklum metum og sagði að í henni væri vísað á nýja leið til að segja sögu. Leitin að sögumanninum (Umba) í Vesturbotnssögunum varpar talsverðu ljósi á skyldleika höfundanna.

Heimir Pálsson (f. 1944) var lengst af launavinnualdurs kennari við menntaskóla og háskóla, síðast lektor við Uppsalaháskóla. Hann hefur skrifað um íslenskar bókmenntir greinar, ritgerðir og námsefni og séð um útgáfur, meðal annars á Snorra-Eddu. Meðal nýjustu verka hans eru Bók þessi heitir Edda (2014), um Uppsalagerð Snorra-Eddu,Örlagasaga Eyfirðings (2017), um Jón frá Rúgsstöðum í Eyjafirði, fyrsta íslenska stúdentinn í Uppsölum, Vísur Bakkabræðra (2019), ásamt með Kristni Jóhannessyni og Böðvari Guðmundssyni, auk þýðinga hans á Leiðinni í Klukknaríki eftir Nóbelsskáldið Harry Martinson og rómuðum bókum Torgnys Lindgrens, Norrlands Akvavit, Lokasuðunni, Biblíu Dorés og Klingsor.

Kilja – 217 bls.

Útgáfuár: 2025