Handfylli moldar – kilja <br><small><i> Evelyn Waugh</i></small></p>

Handfylli moldar – kilja
Evelyn Waugh

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London.

Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu sem er í senn harmræn og kómísk og endurspeglar öðrum þræði sundrandi samfélagsgerð millistríðsáranna á Englandi.

Handfylli moldar er ein þriggja skáldsagna enska stílsnillingsins Evelyns Waughs sem valdar voru af Modern Library í flokk 100 bestu skáldsagna tuttugustu aldar.

Hjalti Þorleifsson íslenskaði.

„Meistaraverk í stíl og satíru, og bráðfyndin að auki ... stórkostleg bók.“ – John Banville, Irish Times

„Ein af nöprustu og beiskustu skáldsögum tuttugustu aldar, og ein af þeim allra bestu.“ – Guardian

„Yndisleg út í gegn.“ – New York Times

Kilja – 362 bls.

Útgáfuár: 2024