Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar<br><small><i> Aksel Sandemose</i></small></p>

Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar
Aksel Sandemose

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.799 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.799 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Eitt af höfuðverkum norskra bókmennta á tuttugustu öld.

 

„Nú ætla ég að segja frá öllu. Og ég verð að byrja á endanum. Annars þori ég aldrei að fara alla leið. Ég myrti einu sinni mann. Hann hét John Wakefield og ég drap hann að næturlagi fyrir sautján árum í Misery Harbor.“

Á þessum orðum hefst bókin um Jantalögin, Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar, eftir dansk-norska rithöfundinn Axel Sandemose. Í bókinni segir frá Espen Arnakke sem verður að lúta óskráðum lögum smábæjar sem leiða til bælingar tilfinninga og hneigða og mynda hljómgrunn fyrir fasisma. Í Janta þarf engar útrýmingarbúðir eða svartstakka, íbúarnir sjá sjálfir um að setja reglur án undantekninga með ískyggilegum afleiðingum fyrir bæði einstaklinga og samfélag.

Sigurður Á. Friðþjófsson íslenskaði.

Axel Sandemose (1899–1965) fæddist í smábænum Nykøbing í Danmörku og hóf rithöfundaferil sinn á dönsku. Hann fluttist síðan til Noregs og fór að skrifa á norsku. Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar var fyrsta bók hans á norsku en hún kom út árið 1933, sama ár og Hitler varð kanslari Þýskalands. Eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg flúði Sandemose til Svíþjóðar og samdi hann næstu bók sína á sænsku. Sandemose var nokkrum sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna. Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar er þekktasta bók hans og jafnan talin eitt af höfuðverkum norskrar bókmenntasögu.

Kilja – 490 bls.

Útgáfuár: 2023