Faðir Brown <br><small><i>G. K. Chesterton</i></small></p>

Faðir Brown
G. K. Chesterton

3.499 kr
3.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Átta smásögur um prestinn snjalla og ráðagóða.

Faðir Brown hefur lengi verið einn ástsælasti einkaspæjari enskra glæpasagnabókmennta. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið snemma á 20. öld en hefur gengið í endurnýjun lífdaganna í skemmtilegum sjónvarpsþáttum á upphafsárum 21. aldar.

Þessi kaþólski sveitaprestur er góðlegur ásýndum og lætur lítið yfir sér. Sposkur á svip sinnir hann sóknarbörnum sínum af samúð og virðingu. En undir hæglátu yfirbragði prestsins býr næmur skilningur á mannlegu eðli, ekki síst hinum myrku hliðum þess. Með skörpu innsæi sínu og hljóðlátum vitsmunum leysir faðir Brown iðulega flókin sakamál sem reyndustu lögregluforingjar standa ráðþrota frammi fyrir.

Guðmundur J. Guðmundsson þýddi.

„Við lesum sögurnar um föður Brown af því að þær eru hugvitssamlega samdar, frábærlega vel skrifaðar, hnyttnar og andríkar. En meira kemur til. Chesterton beinir nefnilega sjónum að vandanum stærsta — duttlungum mannshjartans.“ – P. D. James

Kilja – 262 bls.

Útgáfuár: 2021