Bernska – Æska – Manndómsár<br><small><i>Lev Tolstoj</i></small></p>

Bernska – Æska – Manndómsár
Lev Tolstoj

3.999 kr
3.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna

Rússneski skáldjöfurinn Lev Tolstoj (1828–1910) er flestum kunnur fyrir stórvirki sín, Stríð og frið og Önnu Karenínu.

Fyrstu þrjár skáldsögur hans voru þríleikurinn Bernska, Æska og Manndómsár. Þær eru jafnan núorðið gefnar út í einu lagi. Bækurnar byggja á uppvexti skáldsins og flestar persónur þeirra eiga sér að nokkru fyrirmynd í ævi Tolstojs sjálfs.

Í Bernsku kynnumst við fjölskyldu hins tíu ára gamla Nikolajs, kennara hans og fyrstu ástinni. Í Æsku flytur Nikolaj ásamt fjölskyldu sinni til Moskvu þar sem hann eignast meðal annars vininn Dmítrí. Í Manndómsárum býr Nikolaj sig undir háskólanám, semur lífsreglur og veltir fyrir sér ýmsum siðferðislegum spurningum.

Hrífandi og djúpvitur uppvaxtarsaga.

Áslaug Agnarsdóttir þýddi úr rússnesku og skrifar inngang um Tolstoj og verk hans.

* * * * * „Þúsund mismunandi litir og skuggar ... [Hér] er um einstætt verk að ræða í glæsilegri, ljóðrænni og litríkri þýðingu Áslaugar, sem leikur sér með tungumálið ...“ – Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu

„Þessar bækur ... í dásamlegri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur ... eru hreinasta opinberun.“ – Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur

Innbundin – 543 bls.

Útgáfuár: 2015