Borgirnar ósýnilegu <br><small><i>Italo Calvino</i></small></p>

Borgirnar ósýnilegu
Italo Calvino

4.299 kr
4.299 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Í þessari einstöku skáldsögu ræða saman Marco Polo og kínverski keisarinn Kublai Khan. Ítalski landkönnuðurinn lýsir fyrir gestgjafa sínum með töfrandi hætti hverri borginni af annarri í ríki keisarans – en smám saman kemur í ljós að hann er í raun aðeins að lýsa einni borg, hinni undursamlegu heimabyggð hans sjálfs, Feneyjum.

Eitt af meistaraverkum tuttugustu aldar bókmennta þar sem kallast á raunveruleiki og ímyndun – og klókindi skáldskaparins opinberast með margslungnum hætti.

Brynja Cortes Andrésdóttir íslenskaði.

Italo Calvino (1923–1985) fæddist á Kúbu en ólst upp á Ítalíu þar sem hann bjó lengst af. Hann skrifaði fjölda skáldsagna en var auk þess kunnur bókmenntarýnir og ritgerðahöfundur. Frásagnarsnilld hans var viðbrugðið og við andlát sitt var hann sá ítalskur rithöfundur sem mest hafði verið þýddur á erlend mál. Árið 2015 gaf Ugla út eina frægustu skáldsögu Calvinos, Ef að vetrarnóttu ferðalangur (Se una notte d’inverno un viaggiatore), í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Önnur fræg skáldsaga eftir Calvino, Borgirnar ósýnilegu (Le città invisibili), kemur nú út í þýðingu Brynju í tilefni af því að 100 eru frá fæðingu höfundarins, 15. október 2023.

„Mesti rithöfundur Ítalíu á 20. öld.“ – Guardian

„Calvino er töframaður.“ – Mary McCarthy, New York Times Book Review

Kilja – 190 bls.

Útgáfuár: 2023