# 1 á sænska bóksölulistanum
Á svölum septembermorgni er komið að Markúsi Nielsen látnum í íbúð sinni. Hann hangir í snöru og hefur skilið eftir kveðjubréf. Allt bendir til sjálfsmorðs. Móðir Markúsar er hins vegar sannfærð um að sonur hennar hafi verið myrtur. Við rannsókn málsins kemst lögreglan á spor sem leiðir til bækistöðvar sænska hersins á eyjunni Korsö rétt utan við Sandhamn. Skömmu síðar deyr annar maður sem tengist Korsö. Leynist eitthvað í fortíðinni sem ekki þolir dagsins ljós?
Fjórða bókin í hinni geysivinsælu Sandhamn-seríu þar sem lögfræðingurinn Nora Linde og rannsóknarlögreglumaðurinn Thomas Andreasson taka höndum saman við lausn glæpamáls. Í nótt skaltu deyja fór beina leið í efsta sæti sænska bóksölulistans.
Elín Guðmundsdóttir þýddi.
„Besta bók Sten hingað til.“ – Hallandsposten
„Viveca Sten er orðin einn af allra bestu glæpasagnahöfundunum.“ – DAST Magazine
„Höfundur í heimsklassa.“ – Crimezone.nl
Kilja – 369 bls.
Útgáfuár: 2015