Fjölmiðlar 2005 <br><small><i>Ólafur Teitur Guðnason</i></small></p>

Fjölmiðlar 2005
Ólafur Teitur Guðnason

2.499 kr
2.499 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Áhrif fjölmiðla eru mikil, en lengst af hafa þeir búið við lítið sem ekkert faglegt aðhald. Á þessu varð markverð breyting í upphafi árs 2004 þegar Ólafur Teitur Guðnason hóf að skrifa vikulega fjölmiðlapistla í Viðskiptablaðið. Pistlar Ólafs eru snarpir og beinskeyttir og hafa vakið mikla athygli, enda hefur höfundurinn verið óhræddur við að taka kollega sína á beinið.

Í fyrra kom út bókin Fjölmiðlar 2004 þar sem öllum fjölmiðlapistlum Ólafs Teits árið 2004 var safnað saman. Svo mjög fór gagnrýni Ólafs Teits fyrir brjóstið á íslenskri blaðamannastétt að enginn ritdómur birtist um bókina í hinum hefðbundnu fjölmiðlum.

Fjölmiðlapistlar Ólafs koma nú út á bók annað árið í röð. Fjölmiðlar 2005 geymir alla fjölmiðlapistla Ólafs Teits árið 2005 og er óhætt að segja að hún bregði upp einstakri mynd af blaðamennsku á Íslandi á viðburðaríku ári. Í bókinni eru rakin ítarlega fjölmörg dæmi um undarleg, hæpin, vafasöm og ámælisverð vinnubrögð fréttamanna.

Kilja – 352 bls.

Útgáfuár: 2006