Óseldar bækur bóksala <br><small><I>Shaun Bythell</i></small></p>

Óseldar bækur bóksala
Shaun Bythell

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Bærinn Wigtown í Skotlandi er paradís bókaunnenda. Shaun Bythell er einn af bóksölunum í Wigtown. Búðin hans, The Bookshop, er stærsta fornbókabúð Skotlands í gömlu húsi með níu stórum herbergjum stúfullum af bókum.

Bækur Shauns um bókalífið í fornbókabúðinni hans hafa slegið í gegn víða um heim. Óseldar bækur bóksala er þriðja bókin eftir hann sem kemur út á íslensku en hinar tvær, Dagbók bóksala og Játningar bóksala, hafa fengið hinar bestu viðtökur.

Í þessum skemmtilegu bókum er brugðið upp lifandi myndum af mannlegum samskiptum í bókabúðinni, furðufuglunum sem þar reka inn nefið, skrýtna fólkinu sem vinnur þar, kettinum Kafteini og öllu amstrinu sem fylgir lífi fornbókasalans.

Snjólaug Bragadóttir íslenskaði.

„Dásamleg skemmtun.“ – The Observer

„Snilldarlegar bækur.“ – Guardian

„Með allra skemmtilegustu minningum bóksala sem ég hef lesið.“ – New York Times

„Hrífandi.“ – London Review of Books

Kilja – 454 bls.

Útgáfuár: 2024