Örblíða <br><small><i> Úlfar Þormóðsson </i></small></p>

Örblíða
Úlfar Þormóðsson

4.999 kr
4.999 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Beðið eftir sjálfum sér

Í Örblíðu leiðir Úlfar Þormóðsson lesandann í undarlegt ferðalag, sprottið upp úr hugleiðingum af ýmsu tagi og leit að manni sem sífellt hverfur. 

Skyndilega er veruleika sögumans raskað. Dregið er fram í dagsljósið áratugagamalt mál þar sem honum er stillt upp sem sakamanni. Sögumaður rifjar upp málavexti og afhjúpar ýmsar fullyrðingar sem varpað hefur verið fram.

Leit hans að upplýsingum í stjórnkerfinu tekur á sig kostulega mynd sem minnir á Kafka. Í miðjum klíðum verður hann fyrir þeim harmi að missa unnustu sína til þrjátíu ára – og þung sorgin verður förunautur hans.

Við áframhaldandi leit fýkur sannleikurinn út í veður og vind. Og sögumaðurinn öðlast frið í sálu sinni.

Einstök bók um völundarhús mannheima eftir einn merkilegasta höfund þjóðarinnar.

Úlfar Þormóðsson hefur sent frá á þriðja tug bóka af ýmsu tagi sem vakið hafa mikla athygli.

Hann fæddist í Skagafirði 19. júní 1944. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands, stundaði kennslu um árabil uns hann gerðist blaðamaður á Þjóðviljanum og síðar formaður útgáfustjórnar blaðsins. Hann rittsýrði og gaf út tímaritið Spegilinn 1983, stofnaði listmunahúsið Gallerí Borg árið 1984 og var forstöðumaður þess til 1992. Frá upphafi árs 1993 hefur hann einvörðungu sinnt ritstörfum.

Úlfar fékk verðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins 2012, viðurkenningu DV 2016 og Frelsisverðlaun ungra pírata 2017 fyrir ritstörf og baráttu fyrir tjáningarfrelsi. 

Innb. – 112 bls.

Útgáfuár: 2025