
Í nýju ljósi
Um Helförina er jafnan spurt: Hvernig í ósköpunum gerðist þetta og hvers vegna?
Fáar bækur svara þessum spurningum með jafn tæmandi hætti og þessi marglofaða bók eftir breska sagnfræðinginn Laurence Rees.
Rees hefur um aldarfjórðungsskeið rætt við fólk sem lifði Helförina af og einnig þá sem stóðu fyrir henni. Í bókinni tvinnar hann saman áður óbirtar lýsingar sjónarvotta og nýjustu rannsóknar fræðimanna svo að úr verður aðgengileg og trúverðug heildarfrásögn af þessum versta glæpi mannkynssögunnar.
Rees lýsir stigmögnun ákvarðana í nasistaríkinu sem skópu hryllinginn. Þótt hatur á gyðingum hafi avallt verið kjarninn í hugsun nasista telur Rees að ekki sé hægt að skilja það sem gerðist til fulls án þess að líta á morðin á gyðingum samhliða áformum um að drepa fjölda fólks sem ekki voru gyðingar, þar á meðal fatlað fólk, Sinti- og Rómafólk auk milljóna sovéskra borgara.
Jón Þ. Þór íslenskaði.
„Þetta er lang skýrasta bókin sem skrifuð hefur verið um Helförina og einnig sú sem best útskýrir uppruna hennar, hrottalegt hugarfarið sem bjó að baki henni og óreiðukennda framvindu hennar.“ – Antony Beevor
„Tímamótaverk. Maður hefði kannski haldið að við vissum allt sem hægt er að vita um Helförina en þessi bók sýnir að svo er alls ekki.“ – Andrew Roberts
„Hver sem vill sannfærandi, mjög læsilega greinargerð um það hvernig og hvers vegna Helförin gerðist, byggða á nýjustu rannsóknum og áhrifamiklum viðtölum, þarf ekki að leita lengra en í þessa snilldarbók Laurence Rees.“ – Ian Kershaw
„Besta og vandaðasta bókin um Helförina ... byggð á 25 ára rannsóknarvinnu ... krefst þess að vera lesin.“ – Telegraph
Breski sagnfræðingurinn Laurence Rees hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir sagnfræðiverk sín og heimildamyndir. Hann var í mörg ár einn af yfirmönnum BBC og hefur gert margar heimildarmyndir á þess vegum. Meðal bóka hans má nefna Auschwitz: A New History, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, Hitler and Stalin og The Nazi Mind: Twelve Wars from History.
Jón Þ. Þór (f. 1944), prófessor emeritus, er doktor í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Hann er í hópi afkastamestu sagnfræðinga á Íslandi. Meðal helstu verka hans eru Saga sjávarútvegs á Íslandi I–III og Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands I–II (ásamt Guðjóni Friðrikssyni), byggðarsögurnar Saga Ísafjarðar I–IV, Saga Grindavíkur I–II og Saga Bolungarvíkur I–II, og ævisögurnar Dr. Valtýr og Bogi Th. Melsteð.
Innb. – 466 bls.
Útgáfuár: 2025