Hannes Hafstein – Ævisaga<br><small><i>Kristján Albertsson</i></small></p>

Hannes Hafstein – Ævisaga
Kristján Albertsson

1.990 kr
1.990 kr
VSK er innifalinn. Heimsendingarkostnaður er innifalinn í verði ef verslað er fyrir 5.000,- eða meira. Annars er það 1.500,-

Um fáa menn Íslandssögunnar leikur meiri ljómi en Hannes Hafstein – skáldið ástsæla, glæsimennið og fyrsta ráðherra Íslendinga.

En hver var maðurinn Hannes Hafstein? Hvernig skáld var hann? Hvaða spor markaði hann í þjóðarsögunni? Hvernig stjórnmálaforingi var hann?

Ævisaga Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson er eitt af klassískum verkum íslenskra bókmennta, skrifuð af listfengi, þekkingu og innsæi.

Bókin vakti geysimikla athygli þegar hún kom fyrst út – og var ákaft deilt um söguskoðun hennar. En allir voru á einu máli um að hún væri frábærlega vel skrifuð, listilega uppbyggð og einstaklega læsileg.

Kristján Albertsson (1898–1989) var einn þekktasti rithöfundur og menningarfrömuður þjóðarinnar á 20. öld. Hann var ritstjóri og ritdómari, leikstjóri og lektor, stjórnarerindreki og menningarfulltrúi, auk þess sem hann skrifaði leikrit, smásögur, skáldsögur og ævisögu Hannesar Hafsteins. Um sextíu ára skeið var hann einn þekktasti ritgerða- og greinahöfundur landsins og skrifaði jöfnum höndum um stjórnmál, bókmenntir og sið og brag þjóðar sinnar.

Kilja – 512 bls.

Útgáfuár 2004