
Sérkennileg hitabylgja nálgast Linköping. 79 ára gamall vistmaður á elliheimili finnst hengdur í snúrunni að neyðarhnappnum hans. Í fyrstu virðist um sjálfsvíg að ræða, en við krufningu kemur annað í ljós. Var verið að þagga niður í gamla manninum? Hver hafði hag af dauða hans? Voru fleiri vistmenn í hættu?
Lögregluforinginn Malin Fors flettir ofan af viðskiptaleyndarmálum sem tengjast elliheimilinu. En henni reynist erfitt að fá botn í misvísandi upplýsingar og sönnungargögn. Úr verður atburðarás sem er í senn magnþrungin og æsispennandi.
Mons Kallentoft er einn af þekktustu höfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögregluforingja í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda. Sálir vindsinser sjöunda bókin um Malin Fors en hinar sex — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðinog Englar vatnsins— hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á 24 tungumál.
Jón Þ. Þór þýddi.
„Ein af allra bestu bókum Mons Kallentoft.“ – DN
„Fantavel skrifuð og grípandi.“ – AFTONBLADET
„Áhugaverðasta glæpasaga ársins.“ – SVT
„Svona á glæpasaga að vera. Mjög vel skrifuð, hæfileg þjóðfélagsgagnrýni og —rúsínan í pylsuendanum — morð og spennandi ráðgáta.“ – DAGENSBOK.COM
Kilja – 341 bls.
Útgáfuár: 2018