Magnaður ljóðaþríleikur eftir eitt virtasta skáld Svía, Kjell Espmark, sem er Íslendingum að góðu kunnur.
Í bókinni eru ljóðabækurnar Vetrarbraut (2007), Innri víðátta (2014) og Fjöldi votta (2020) þar sem öll bestu höfundareinkenni Espmarks sem ljóðskálds njóta sín til fulls.
Sænska skáldið Kjell Espmark (1930–2022) var prófessor í bókmenntum við Stokkhólmsháskóla. Hann skrifaði fjölda fræði bóka og skáldsagna auk ljóðabóka. Hann sat um langt árabil í sænsku akademí-unni og var formaður Nóbelsnefndarinnar í tvo áratugi. Hann hlaut fjölda verðlauna fyrir bækur sínar og ljóð hans hafa verið þýdd á yfir tuttugu tungumál.
Njörður P. Njarðvík 1936–) er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hann hefur sent frá fjölda bóka, ljóð, skáldsögur, barnabækur, ævisögur, kennslubækur og fræðirit, auk þýðinga. Njörður hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar og störf.
Innb. – 336 bls.
Útgáfuár: 2024