
Einstakt safn úrvalsljóða eftir eitt okkar virtasta og fágaðasta skáld.
Magnús Sigurðsson valdi kvæðin og ritaði inngang.
Búktalarinn
varpar frá sér athygli
viðstaddra
viðsjárverð
hver rödd sem hrópar:
þetta er ég
ef svo væri
hversvegna að geta þess
– ef svo væri.
Innbundin – 176 bls.
Útgáfuár: 2009