Meistaraleg og bráðfyndin saga í mörgum lögum þar sem skipt er um atburðarás, stíl og umhverfi á óvæntum augnablikum í leit tveggja lesenda, karls og konu, að söguþræði sem vekur áhuga þeirra. Ítalski sagnaþulurinn Italo Calvino fer á kostum í þessari óborganlegu bók sem er öðrum þræði um eðli skáldskapar og hlutskipti höfunda og lesenda.
Italo Calvino (1923–1985) fæddist á Kúbu en ólst upp á Ítalíu þar sem hann bjó lengst af. Hann skrifaði fjölda skáldsagna, en var auk þess kunnur bókmenntarýnir og ritgerðahöfundur. Frásagnarsnilld hans var víðfræg og við andlát sitt var hann sá ítalskur rithöfundur sem mest hafði verið þýddur á erlend mál.
Brynja Cortes Andrésdótir þýddi.
„Mesti rithöfundur Ítalíu á 20. öld.“ – Guardian
„Calvino er töframaður.“ – Mary McCarthy, New York Times Book Review
Kilja – 335 bls.
Útgáfuár: 2015