
Ef þú hefur enn ekki hitt Múmínálf áttu ævintýri í vændum ...
Úti geisar óveður. Inni í Múmínhúsinu safnast Múmínfjölskyldan og vinir hennar saman til að heyra Múmínpabba segja söguna af óveðri sem gekk yfir fyrir margt löngu og feykti burt Múmínhúsinu sem honum þótti svo vænt um.
Í þessari töfrandi endursögn á sígildri sögu Tove Jansson, Litlu álfarnir og flóðið mikla, kynnast lesendur sögunni af hinu fræga Múmínhúsi og hvernig það endaði í Múmíndalnum.
Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Tinna Ásgeirsdóttir þýddi.
Innbundin – 28 bls.
Útgáfuár: 2025