Fyrir fimmtíu árum kom hópur unglinga saman um helgi á Holy Island og myndaði náin tengsl. Síðan hefur hópurinn hist þar á fimm ára fresti til að fagna vináttunni og minnast vinarins sem drukknaði við fyrstu endurfundina.
Þegar einn úr hópnum finnst hengdur er lögreglan kölluð til. Rannsókn Veru Stanhope leiðir fljótlega í ljós að þessir gömlu vinir hafa ýmislegt að fela. Gætu löngu liðnir atburðir hafa leitt til morðs – bæði þá og núna?
Bækur breska verðlaunahöfundarins Ann Cleeves um Veru Stanhope njóta mikilla vinsælda, ekki síst eftir gerð velheppnaðra sjónvarpsþátta. Þetta er áttunda bókin um Veru sem kemur út á íslensku.
Þórdís Bachmann þýddi.
„Einn allra besti glæpasagnahöfundur Bretlands.“ Daily Express
„Klassísk Cleeves ... og Vera! Hvað er hægt að biðja um meira í glæpasögu?“ Manning River Times (Ástralíu)
„Frábær lesning.“ Sunday Express
Kilja – 383 bls.
Útgáfuár: 2023
Translation missing: is.sections.slideshow.navigation_instructions