Satanskjaftar <br><small><i>Mons Kallentoft</i></small></p>

Satanskjaftar
Mons Kallentoft

Translation missing: is.products.product.regular_price
4.499 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
4.499 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Vordagur í Linköping. Ungur maður finnst myrtur og svo virðist sem étið hafi verið af líkinu. Ýmsar vísbendingar leiða rannsókn málsins í ólíkar áttir. Var maðurinn myrtur af því að hann var samkynhneigður eða hafði morðið eitthvað með starf hans sem lyfjafræðingur að gera?

Þegar annar samkynhneigður maður finnst myrtur óttast lögregluforinginn Malin Fors að raðmorðingi með kvalalosta gangi laus. Smám saman beinist rannsóknin inn í heim miskunnarlausrar græðgi. Og samhliða leitinni að morðingjanum neyðist Malin til að horfast í augu við eigin djöfla sem henni gengur illa að komast undan.

Mons Kallentoft er einn af þekktustu rithöfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd. Satanskjaftar er þrettánda bókin um Malin Fors en hinar tólf — Sumardauðinn, Haustfórn, Vetrarblóð, Vorlík, Fimmta árstíðin, Englar vatnsins, Sálir vindsins, Moldrok, Brennuvargar, Vítisfnykur, Böðulskossinn og Himinópið — hafa selst í milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda tungumála.

Jón Þ. Þór íslenskaði.

„Æsispennandi, hrífandi og skemmtileg aflestrar.“ – Jennas Boklista

„Kallentoft kann sitt fag.“ – Upsala Nya Tidning

„Kallentoft er snillingur í að skapa spennu bæði í morðrannsókninni og samskiptum persóna. Og tök hans á tungumálinu eru einstök ... Þetta er bók sem maður les í einum rykk ... Spennan í okin er yfirþyrmandi.“ –Boknjutaren

Kilja – 388 bls.

Útgáfuár: 2024