
Sally og Silas ólust upp saman og löðuðust hvort að öðru. En myrkur atburður verður til þess að leiðir skilja. Tuttugu og fimm árum síðar hittast þau aftur. Þá er ljósmóðirin Sally ekkja og Silas heimseþekktur listamaður. Tilfinningar þeirra til hvors annars rista enn djúpt en óuppgerðar sakir stía þeim í sundur.
Hvað var það sem raunverulega gerðist þegar Sally var fimmtán ára og fannst nakin úti í skurði eftir partí? Hver veit sannleikann? Og hver hefur sagt ósatt öll þessi ár?
Æsispennandi sálfræðitryllir eftir höfund hinna vinsælu bóka um lögreglukonuna Dicte í Árósum.
Ragnar Hauksson íslenskaði.
Danska spennusagnadrottningin Elsebeth Egholm er einn ástsælasti skáldsagnahöfundur Danmerkur.
„Ókrýnd glæpasagnadrottning Danmerkur.“ – Jydske Vestkysten
„Elsebeth Egholm skrifar frábærar sögur sem fanga lesandann algjörlega.“ – Findalskrimiside.dk
„Ein allra besta skáldsaga sem ég lesið í langan tíma.“ – Fruthulstrup.dk
„Egholm er meistari plottsins.“ – Søndag
Kilja – 421 bls.
Útgáfuár: 2025