Kona bláa skáldsins <br><small><i>Lone Theils</i></small></p>

Kona bláa skáldsins
Lone Theils

Translation missing: is.products.product.regular_price
2.999 kr
Translation missing: is.products.product.sale_price
2.999 kr
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er innifalinn í verði.

Frægt skáld frá Íran flýr heimaland sitt ásamt eiginkonu sinni. En þau eru aðskilin á flóttanum. Skáldið endar í flóttamannabúðum í Danmörku en konan hverfur sporlaust á Englandi. Danska blaðið Globalt falast eftir viðtali en skáldið neitar að tala við nokkurn nema fréttaritara blaðsins á Englandi, Nóru Sand, og vill að hún hjálpi sér að hafa upp á eiginkonunni. Við það flækist Nóra inn í framandi og stórhættulegan heim, þar sem um líf og dauða er að tefla á hverjum degi.

Bækurnar um Nóru Sand hafa slegið í gegn víða um heim. Fyrsta bókin, Stúlkurnar á Englandsferjunni, fékk frábærar viðtökur íslenskra lesenda.

Lone Theils var lengi fréttaritari dönsku blaðanna Politiken og Berlingske Tidende í London, en býr nú í Danmörku og fæst við bókaskrif.

„Smám saman heltekur spennan mann ... svo að ekki er hægt að leggja bókina frá sér.“ – KRISTELIGT DAGBLAD

„Heillandi söguþráður ... mjög vel skrifuð“. – BOGFIDUSEN

„Góður og vandaður sumarkrimmi sem hiklaust má mæla með.“ – BERLINGSKE

Sex hjörtu – FEMINA

* * * * – JYLLANDSPOSTEN

„Frábær ... fullkomin í sumarfríið.“ – FEMINA

Kilja – 343 bls.

Útgáfuár: 2018