Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu.
Nora kemst í samband við nokkur fórnarlömb sem lýsa skelfilegum áhrifum níðingsverkanna og Noru finnst að hún verði að segja sögu þeirra. En áhrifamikil öfl, sem eru vön að hafa sitt fram í krafti auðs og valda, beita öllum ráðum til að reyna að þagga niður í henni.
Að lokum á Nora ekki annarra kosta völ en að horfast í augu við sína eigin verstu martröð ...
Þórdís Bachmann íslenskaði.
Bækurnar um Noru Sand hafa slegið í gegn og hafa verið gefnar út í 16 löndum. Hinir ósýnilegu er fimmta bókin um hana sem kemur út á íslensku. Hinar fjórar eru Stúlkurnar á Englandsferjunni, Kona bláa skáldsins, Nornadrengurinn og Þagnarbindindi.
Lone Theils (f. 1971) var lengi fréttaritari danskra blaða í London en býr nú í Danmörku og sinnir ritstörfum.
„Æsispennandi frá upphafi til enda. Ég naut þessarar skáldsögu til botns.” – Søndag
„Afar vel sögð saga, einföld og blátt áfram. Virkilega grípandi söguþráður og spennandi.“ – Bokblogger.dk
„Ég elska Noru Sand-bækurnar, hraðann í frásögninni, plottin og kraftinn.“ – Femina
Kilja – 286 bls.
Útgáfuár: 2025